Velkomin á fyrirtækjasíðu myParking
- skráningarsíða fyrir stórnotendurTil að auðvelda fyrirtækjum umsjón og uppgjör á bílastæðagjöldum á svæðum sem nýta sér myParking kerfið til innheimtu geta fyrirtæki forskráð ökutæki sín hér.
Með forskráningu fá fyrirtæki tölvupóst þegar gjaldskylda myndast á ökutæki í þeirra eigu eða með forræði yfir. Rekstraraðili bílastæðis sendir vikulega reikning á fyrirtæki vegna gjaldskyldu undanfarinnar viku. Fyrirtæki geta greitt með uppgjöri í heimabanka eða skuldfærslu á greiðslukort fyrirtækisins. Fyrirtæki losna þannig við að fá hverja gjaldskyldu á ökutæki senda í heimabanka fyrirtækis með þeim kostnaði sem fylgir því að stofna kröfu í heimabanka.
Hægt er að greiða vegna gjaldskyldu með myParking greiðsluleiðum þ.e. á myParking.is og með myParking farsíma smáforriti (app). Ef ekki greitt með myParking greiðsluleiðum fer gjaldskyldan til innheimtu í heimabanka eiganda eða umráðaraðila ökutækis eða á fyrirtækjainnheimtu ef ökutækið eða fyrirtækið hefur verið forskráð.
Bíll ekur á svæði
Bíll eða rúta á vegum fyrirtækisins ekur inn og út af gjaldskildu svæði.
Tilkynning sendist á fyrirtæki
Fyrirtækið fær tilkynningu um væntanlega kröfu til að geta innheimt hjá notanda sé ökutæki í notkun þriðja aðila.
Kröfur sendar reglulega
Kröfur stofnast í heimabanka viku- eða mánaðalega með samanlagðri notkun.