Select Page

Með myndgreiningu sem ýmist leitar eingöngu eftir hvort manneskja sé í mynd eða ítarlegri greiningu þar sem andlit er borið saman við aðgangslista býður Smart Access kerfi okkar upp á að hurðum sér stýrt og aðgengi að svæðum tryggt með öruggum hætti án útgáfu t.d. sérstakra aðgangskorta og fjölmörgum möguleikum útfærslum á aðgangsstýringum og um leið eftirliti og öryggi.

Hurða & hliðastýringar – fyrir fólk

Einföld myndgreining sem eingöngu opnar hurð þegar manneskja sést við hurð tryggir t.d. að útihurðar séu ekki að opnast við að hlultir fjúka til framan við venjulega skynjara, þegar snjósöfnun myndast við dyr eða t.d. dýr eiga leið um svæði sem eiga að vera lokuð. Myndgreiningin opnar þá aðeins hurð þegar manneskja er í mynd en um leið persónuvernd tryggð með því að engin greining fer fram á persónuninni sem á leið um.

Talningar & tölur

Með myndgreiningu má einnig framkvæma talningu á fólki og þannig greina umferð og flæði fólks í gegnum skilgreind svæði. Slík gögn geta verið með öllu ópersónugreinanleg en möguleiki á að gera frekari greiningu, s.s. áætlaða aldurssamsetningu, endurkomur o.fl. eru einnig mögulegar en nauðsynlegt er í slíkum tilfellum að gæta vel að tryggja öryggi gagna og persónuvernd einstaklinga.

Aðgangsstýring út frá andlitsgreiningu

Meðal eiginleika Smart Access eru aðgangsstýringar sem byggja á andlitsgreiningu sem tryggja að aðeins þekkt andlit hafi heimild til að ganga í gegnum hurðar og þannig tryggja öryggi svæða. Slík andlitsgreining krefst þó upplýsts samþykkis þeirra sem eiga leið um svæðið og með smáforriti Smart Access gefst notendum kostur á að veita þetta upplýsta samþykki og skrá andlit sitt í öruggan grunn kerfisins. Þeir notendur sem hinsvegar hafa ekki áhuga á að samþykkja slíka skráningu geta þá notað síma og smáforrit til að auðkenna sig við hurðar og þannig komist leiðar sinnar.

Greining á hita

Vegna COVID-19 ástandsins í þjóðfélaginum höfum við einnig unnið að frekari þróun á Smart Access kerfinu og bætt við möguleikanum á að skrá hita einstaklinga sem eiga leið um svæði. Notast er þá við myndavélar sem nema innrautt ljós úr andliti einstaklinga en til að lestur með slíkum vélum sé nógu nákvæmur til að notast megi við slíka gögn er myndgreiningu bætt við sem tryggir að lesturinn hafi verið framkvæmdur á áreiðanlegan hátt.


Fyrir nánari upplýsingar um aðgangsstýringu með myndgreiningu má hafa samband við arsaell@computervision.is.